9.11.2014 | 17:56
"Friðarsúlan"
Er haustmyrkur magnast í móa
má sjá farfugla fljúga yfir flóa
Meðfram Esjunni þeysa og þjóta
þær vættir sem þjóðina móta.
Þá lofthafið ljóssúla klýfur
landslag og friðhelgi rífur
Eyjan sem bíður við bæinn
breytist í Vegas við sæinn.
Hernaður gegn veðri og vindum
vegur að lífríki og tindum
Hvergi finnst friður á jörð
er geislasverð rís yfir fjörð.
Rökkurró sumarsins rekkju
er rofin af erlendri ekkju
Í Reykjavík fáir það finna
sem Yoko á vildi minna.
Þegar bananalýðveldismassinn
ropar og glennir út rassinn
Í lágkúru og listrænni kreddu
fær ljósmengun árlega Eddu.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar