Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
16.11.2014 | 13:33
Hrekkjavaka
Tár á plötuspilaranum.
Eldur í vaskinum.
Berar trjágreinar teygja sig inn í hús.
Þetta hefur verið heljar veisla.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2014 | 17:59
Á sandi byggja íslendingar hús
Fólk úr öðrum sandkössum hefur í auknum mæli spássérað um sandkassann okkar og hefur það verið sandnáma margra síðustu misserin. Siðareglur sandkassans segja þó að eftir nokkur ár verði afraksturinn líklega kominn í fáa vasa eins og hefð er fyrir í sandkassasamfélaginu. Það verður sennilega í samkeppnisuppblástur á ferðamálaeyrinni ef fræum verður ekki sáð sem víðast.
Stjórnarflokkarnir virðast vilja skemma flesta sandkastala landsmanna og byggja moldarkofa að eigin geðþótta þess í stað. Einu sandkastalarnir sem látnir verða í friði eru þeir sem eru við sandfjörur og sækja í sandsílin utan landsteina. Þá verða þeir sem eiga sand af seðlum einnig látnir í friði svo og einnig þeir sem bæði trúa og vinna fyrir eyðimerkurguðinn mikla.
Markvisst er mokað yfir allar aðgerðir sem eiga að græða og styrkja jarðveg þjóðarinnar, svo sem að endurnýja grunninn fyrir stjórnarskrána, skoða sambönd við nálæga sandkassa og hlaða veggi til varnar spillingar sandkassastjórnarliða. Á meðan landið er að gjósa virðast landsmenn kjósa að stinga höfðinu í sandinn og krafsa í eldfjallaöskuna fremur en að láta steypa undir samfélagssökkulinn, sandblása kerfið, sparsla í skemmdirnar og njóta fjölbreytts landslags.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2014 | 17:56
"Friðarsúlan"
Er haustmyrkur magnast í móa
má sjá farfugla fljúga yfir flóa
Meðfram Esjunni þeysa og þjóta
þær vættir sem þjóðina móta.
Þá lofthafið ljóssúla klýfur
landslag og friðhelgi rífur
Eyjan sem bíður við bæinn
breytist í Vegas við sæinn.
Hernaður gegn veðri og vindum
vegur að lífríki og tindum
Hvergi finnst friður á jörð
er geislasverð rís yfir fjörð.
Rökkurró sumarsins rekkju
er rofin af erlendri ekkju
Í Reykjavík fáir það finna
sem Yoko á vildi minna.
Þegar bananalýðveldismassinn
ropar og glennir út rassinn
Í lágkúru og listrænni kreddu
fær ljósmengun árlega Eddu.
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar